Resibo
Farðahreinsiolía
Öflugur hreinsir sem hreinsar burt óhreinindi, óæskilega húðfitu og vatnsheldar snyrtivörur án þess að erta og skilur eftir sig mjúkt, vel nært andlit. Örtrefjaklúturinn sem kemur með vörunni hreinsar húðina enn betur og skrúbbar húðina á mildan hátt. Hentar öllum gerðum húðar.
Afhverju virkar olíuhreinsun svona vel?
1. Í fyrsta lagi er olían mildur andlitshreinsir sem fer einstaklega vel með húðina vegna þess að áferð hennar er silkimjúk og hún ertir ekki húðina.
2. Óhreinindin á húðinni er mestmegnis húðfita úr svitaholum, og olía er best til þess að hreinsa burt fitu.
3. Olíur eru ekki aðeins frábærir hreinsar, heldur innihalda olíur vítamín og steinefni sem næra og græða húðina. Nokkur virk innihaldsefni hreinsiolíunar eru: hörfræolía- inniheldur E vítamín, eitt öflugasta andoxunarefnið sem dregur úr grófri og mislitaðri húð og flýtir fyrir frumuendurnýjun. Vínberjafræ olía - hefur enn sterkari andoxunareiginleika en áður getið E vítamínið, ásamt því sem hún birtir hörund og mýkir. Abyssinian olía - samanstendur af erúsínsýru sem hefur jákvæð sýnileg áhrif á mjög þurra eða hrukkaða húð.
Fyrir hverja er olíuhreinsun?
Fyrir alla þá sem vilja fullkomlega hreina, heilbrigða og geislandi húð. Fullkomin vara fyrir þá sem eru með þurra húð, en einnig hentar hún þeim sem eru með blandaða eða olíukennda húð þar sem olíuhreinsirinn kemur jafnvægi á fitumyndun húðarinnar
Notkun:
Borið er á þurrt eða rakt andlitið (ein pumpa er nóg) og nuddað þar til óhreinindi og fita hafa fengið að leysast upp. Til þess að hreinsa enn betur er hægt að nota klútinn sem fylgir með, hann er bleyttur og honum er strokið varlega yfir andlitið. Skolið með volgu vatni til þess að ná öllum hreinsinum af. Klúturinn er fjölnota og auðvelt er að þrífa hann með volgu vatni og sápu eftir notkun.