Mokosh

FIRMING SERUM MEÐ APPELSÍNU

Write a review
3.600 kr

Serum þróað til að hafa stinnandi áhrif á húð. Búið til úr mulnum blómum og Indverskum kaktusávexti, Opuntia ficus, sem lífgar upp á húðina og stinnir, róar ertingu og bætir efsta lag húðarinnar. Einnig inniheldur serumið náttúrulegar ilmkjarnaolíur úr appelsínum sem viðheldur teygjanleika húðar og tea tree sem virkar eins og sótthreinsir gegn bakteríum. Ásamt náttúrulegum jurtaolíum: argan olía, kvöldvorrósarolía og möndluolía sem koma jafnvægi á raka í húðinni og virka sem andoxunarefni. Serumið einkennist af appelsínuilmi, en einnig má greina ilm úr hinum plöntunum sem notaðar eru í framleiðslunni

Mælt er með því að nota serumið að minnsta kosti einu sinni á dag, helst fyrir svefn, eftir að hafa þvegið húðina vandlega áður. Því er nuddað á andlit, háls og bringu. Passa skal að það fari ekki á augnsvæðið eða í augu.

Athugið:

• Þungaðar konur og konur með barn á brjósti ættu ekki að nota serumið vegna innihalds ilmkjarnaolía ef ske kynni að móðir sýni óþol eða ofnæmisviðbrögð við innihaldinu.

• Ekki má nota það áður en húðin er útsett fyrir útfjólubláum geislum (frá sól eða sólbekkjum).

• Ekki ætti að nota serumið með retínóli né meðferðum eins og efnaflögnun (chemical peels).

• Fyrir fyrstu notkun serumsins skal gera húðpróf til að útiloka ofnæmi fyrir einhverjum innihaldsefnum þess.

100% Vegan.

 

Innihaldsefni: Citral (From Essential Oil),Prunus Amygdalus Dulcis (Sweet Almond) Oil,Oenothera Biennis (Evening Primrose) Seed Oil,Citrus Aurantium Dulcis Peel Oil Expressed, Caprylic/Capric,Triglyceride,Citrus Aurantium Amara (Bitter Orange) Flower Extract,Opuntia Ficus-Indica Fruit Extract,Melaleuca Alternifolia Leaf Oil,Limonene (From Essential Oil)

You may also like

Recently viewed