Resibo

GAME CHANGER NÁTTÚRULEGT ANDLITSKREM MEÐ RETINOL

Write a review
8.750 kr

Game changer kremið er áhrifaríkt anti-aging krem sem inniheldur 0.5% retinol og bakuchiol, efni sem hafa yngjandi áhrif á húðina án neikvæðra áhrifa sem fylgja hefðbundinni retínólmeðferð. Húðin verður stinnari, þéttari, og hrukkur verða grynnri og húðlitur jafnast.

Lykillinn að virkni þess er sambland retínóls (retinol H10) og bakuchiol - náttúrulegt retinol. Retinol H10 örvar nýmyndun hýalúrónsýru í húð, eykur teygjanleika hennar og kemur í veg fyrir hrukkur. Retínólið er nógu sterkt til að veita jákvæð sýnileg áhrif, en á sama tíma er það milt svo það ertir ekki. Sytenol®A (bakuchiol) örvar framleiðslu á kollageni og elastíni og dregur verulega úr dýpt hrukkna sem hefur verið sannað í fjölmörgum prófum. Þar að auki minnkar það sortufrumur sem dregur þar af leiðandi úr framleiðslu melaníns og mislitun í húð. Kremið virkar vel gegn bólum og kemur jafnvægi á húðfitumyndun. Svo er það líka andoxandi þökk sé “flavonoids” og “caffeic sýru” svo það er einnig mælt með því fyrir þroskaðri húð. Olía úr hrísgrjónaklíð (gamma-oryzanol), E vítamín olía og járnsýra, róa húðina ásamt því að seinka náttúrulegu öldrunarferli húðarinnar. 

FYRIR HVERJA ER ÞESSI VARA?

Fyrir þig, ef þú vilt vinna gegn öldrun húðarinnar á áhrifaríkan hátt. Fyrir þroskaða eða feita húð/ bólur. Hentar einnig þeim sem eru með viðkvæma húð. 
Ekki er mælt með því fyrir barnshafandi konur eða með barn á brjósti.

 

NOTKUN

Notist lítið magn á andlit fyrir svefn. Ef þú ert að nota retinol vörur í fyrsta sinn er gott að byrja hægt. Fyrsta mánuðinn skal ekki nota það oftar en tvisvar í viku á meðan húðin er að venjast. En eftir það, ef húðin bregst vel við kreminu, má auka smám saman notkunartíðni þess.
Notist skal SPF 30 sólarvörn á daginn á meðan þú notar kremið.

100% Vegan

Innihaldsefni: Aqua, Propanediol, Coco-Caprylate/Caprate*, Glycerin, Oryza Sativa Bran Oil, Propanediol Dicaprylate*, Glyceryl Stearate Citrate*, Polyglyceryl-4 Cocoate*, Cetyl Alcohol, Tocopherol, Sucrose Stearate*, Sucrose Distearate*, Bakuchiol, Hydrogenated Retinol, Cinchona Succirubra Bark Extract, Helianthus Annuus Seed Oil, Caprylic/Capric Triglyceride, Sodium Ricinoleate*, Sodium Stearoyl Glutamate*, Acacia Senegal Gum*, Xanthan Gum*, Silica*, Tetrasodium Glutamate Diacetate*, Sodium Benzoate, Potassium Sorbate, Citric Acid
*certified ingredients

You may also like

Recently viewed