Resibo

FILLING GOOD FILLING AND FIRMING MASKI

Write a review
7.690 kr

Endurnærandi maski sem hefur skjóta virkni á húðina: dregur úr hrukkum og bætir þéttleika frá fyrstu notkun! 

Maskinn hefur strax sýnileg, jákvæð áhrif þökk sé vandaðri blöndu af mörgum virkum innihaldsefnum sem vinna saman til að veita þér unglegt og heilbrigt útlit. Aðal-innihaldsefni maskans er “chicory oligosaccharide” sem hefur langvarandi áhrif á lyftingu húðarinnar, dregur sýnilega úr hrukkum og örvar kollagenmyndun. Það virkar saman með náttúrulegu lífvirku keramíði, fengið úr plöntu að nafni Limnanthes alba (meadowfoam) sem kemur í veg fyrir vatnstap með því að innsigla rakann í húðþekjunni. Sú planta vex í sléttum Norður-Kaliforníu, Oregon og Kólumbíu, svæði þar sem lítið vatn er að finna. 

 

KRAFTUR KERAMÍÐA OG ANNARA RAKAGEFANDI EFNA:

  • Hveitikímolía er rík uppspretta E-vítamíns, keramíðs og ómissandi fitusýra. 

  • C-vítamín er andoxandi og ver gegn sindurefnum umhverfisins og er þess vegna “anti-aging”.

  • Hafþyrnisolía hefur andoxandi og hrukkueyðandi eiginleika. Auk þess jafnar hún og bætir lit húð andlits og þjónar sem vörn gegn útfjólublárri geislun. Hún er einnig endurnýjandi og hefur róandi áhrif á húðina. 

  • E-vítamín - öflugt andoxunarefni sem hægir á öldrunarferli húðarinnar, aðallega öldrun af völdum UV geislunar.

  • Natríumhýalúrónat og extrakt úr rabarbara eru efnin sem bera ábyrgð á áköfum og langvarandi raka. 

  • Tvísykra sem kallast Trehalose nærir, gefur húðinni raka ásamt því að búa til hlífðarfilmu á húðþekjunni sem gerir hana bjartari og sléttari. 

  • Shea butter og kókosolía eru einstaklega rakagefandi og mýkjandi 

FYRIR HVERJA ER ÞESSI VARA

Fyrir þig, ef húðin þarfnast mikillar endurnýjunar, sérstaklega ef hún lítur út fyrir að vera þreytt eða þurr. Hentar einnig þroskaðri húð. 

NOTKUN: 

Settu þykkt lag af maskanum jafnt á andlitið. Látið liggja í 20-30 mínútur og skolið síðan vandlega af með volgu vatni. Því næst er hægt að nota andlitsvatn og strax á eftir skal nota serum og/eða krem. Hægt er að nota maskann yfir nótt ef þú þarft djúpa endurnýjun og lyftingu fyrir húðina; í slíku tilfelli dugar þunnt lag.

100% Vegan

Innihaldsefni: Aqua, Isoamyl Laurate*, Glycerin, Propanediol, Cichorium Intybus Root Oligosaccharides, Meadowfoam Estolide*, Polyglyceryl-2 Stearate*, Butyrospermum Parkii Butter, Garcinia Indica Seed Butter, Triticum Vulgare Germ Oil, Trehalose*, Propanediol Dicaprylate*, Cetearyl Alcohol, Hippophae Rhamnoides Fruit Oil, Glyceryl Stearate*, Stearyl Alcohol*, Ascorbyl Tetraisopalmitate, Alpha-Glucan Oligosaccharide*, Sodium Hyaluronate*, Rheum Rhaponticum Root Extract, Helianthus Annus Seed Oil, Tocopherol, Sodium Phytate*, Caesalpinia Spinosa Gum, Xanthan Gum*, Benzyl Alcohol, Dehydroacetic Acid, Sodium Benzoate, Gluconolactone, Calcium Gluconate, Parfum, Sodium Hydroxide, Limonene

*certified ingredients

 

You may also like

Recently viewed