Hagi

NÁTTÚRULEGT HREINSIGEL FYRIR LÍKAMA OG HÁR MEÐ SÆTRI MÖNDLUOLÍU

1 Review
3.500 kr

Náttúrulegt hreinsigel unnið úr efnum sem hreinsa viðkvæma húð barna eins og kókoshnetu, sætri möndluolíu, inúlíni, d-panthenol og aloe hlaupi, ásamt dýrmætum úrdráttum úr bómull og kornblómum. Hreinsigel sem hentar langflestum börnum/ þeim með viðkvæma húð, er húðfræðilega prófað og formúlan er þróuð eftir samráði við barnalækna.


Innihaldsefni: 

Inúlín er unnið úr kaffifíflum og er ávaxtasykur sem tilheyrir fjölsykrum og er oft notaður í húðvörur fyrir börn. Inúlín ýtir undir náttúrulega framleiðslu góðra baktería og kemur í veg fyrir þær skaðlegu.

Aloe vera. Hreinsigelið er unnið úr laufum aloe vera plöntunnar og hafa rakagefandi og róandi eiginleikar aloe vera safans verið þekktir í aldaraðir. Aloe vera inniheldur A, C og B vítamín, steinefni, glýkóprótein, fjölsykrur og amínósýrur. Aloe vera nærir, grær, veitir raka og verndar yfirborð húðarinnar. 

Sæt möndluolía er grunnurinn að flestum barnavörum því hún er fullkomin á mjög unga og viðkvæma húð. Hún er rík af A, E, D og B vítamínum og öðru góðgæti, svo sem fýtósterólum, karótínum og próteinum. Þessi nærandi kokteill eykur raka húðþekju og kemur í veg fyrir rakatap. Möndluolían hefur róandi eiginleika og skilur ekki eftir sig fituga filmu á húð.

 

100% Vegan

 

Innihaldsefni: Aqua, Cocamidopropyl Betaine, Decyl Glucoside, Sodium Methyl Oleoyl Taurate, Sodium Sesamphoacetate, Glycerin, Aloe Barbadensis Gel, Inulin, Panthenol, Prunus Amygdalus Dulcis (Sweet Almond) Oil, Lysine, Gossypium Herbaceum Seed Extract, Centaurea Cyanus Flower Extract, Lactic Acid, Sodium Benzoate, Potassium Sorbate, Sodium Chloride, Parfum

 

You may also like

Recently viewed