Hagi

NÁTTÚRULEGT BLEYJUKREM MEÐ HEMP OLÍU

Write a review
-->
3.900 kr

Náttúrulegt bleyjukrem fyrir alla sem nota bleyju! Inniheldur sæta möndluolíu, olíu úr hampi, shea butter og lanólín. Kremið er mjög rakagefandi og kemur í veg fyrir rakatap. Hátt innihald d-panthenols og aloe vera gel róar kláða, bruna og erta húð. Notist er á hreina og þurra húð í hvert skipti sem skipt er um bleyju til að koma í veg fyrir óþægindi. Kremið er húðfræðilega prófað og formúlan er þróuð eftir samráði við barnalækna.

Innihaldsefni:

Hampfræolía er ekkert til að hræðast enda hefur hún marga kosti í för með sér og nýlega hefur hún notið vaxandi vinsælda í snyrtivörum. Rakagefandi, nærandi og endurheimtandi eiginleikar olíunnar gera kremið fullkomið á bossann. Ekki nóg með það róar hampfræolían erta húð, kemur í veg fyrir myndun húðsveppa og er bakteríudrepandi!

Lanólín er eitt annað undraefnið. Lanólín er fitugt vax sem ver og nærir ull sauðfjár og fæst úr fituhreinsun á hrárri ull. Rétt eins og það ver og nærir ull kinda frá breyttum umhverfisþáttum, ver, nærir og mýkir lanólín einnig húðina okkar. Það er ofnæmisprófað.

Panthenol eða B5 vítamín gera kraftaverk þegar kemur að ertingu, sárum og roða. Það myndar filmu á húðinni sem ver og hjálpar særðri húðinni að gróa. Ásamt því að veita raka, auka teygjanleika, slétta þurra húð og draga úr kláða

 

 

Innihaldsefni: Aqua, Lanolin, Prunus Amygdalus Dulcis (Almond) Oil, Panthenol, Polyglyceryl-3 Polyricinoleate, Cannabis Sativa (Hemp) Seed Oil, Butyrospermum Parkii (Shea) Butter, Cetyl Alcohol, Cera Alba, Aloe Barbadensis Gel, Stearic Acid, Palmitic Acid, Gluconolactone, Sodium Benzoate, Tocopherol, Calcium Gluconate, Potassium Sorbate

-->

You may also like

Recently viewed