Hagi

RAKAKREM MEÐ ENDURNÝJANDI OG AFEITRUNAR EIGINLEIKUM

2.700 kr 5.400 kr

Best fyrir 17.12.2021 

Kremið er unnið úr náttúrulegum efnum og var þróað til að vernda húðina gegn menguðu borgarlofti. Það inniheldur efni úr plöntum eins og, ginseng, epli, ferskja, hveiti og byggi, sem hafa afeitrunar eiginleika og koma í veg fyrir að óæskileg efni myndi skemmdir á húðinni. Kaldpressaðar olíur úr apríkósukjarna, avókadó, hindberjafræ, jarðarberjafræ og hafþyrni veita húðinni raka. Lífrænt appelsínublómavatn, B3 vítamín, E vítamín, d-panthenol og aloe vera viðhalda húðinni. Náttúruleg olía úr rósavið hrífur skynfærin með blómlegum og sterkum ilmi.

 

Fyrir allar húðgerðir.

 

Virk innihaldsefni:

Ginseng rót er eitt skilvirkasta innihaldsefnið sem notað er til að endurnýja og efla lífsnauðsynlegan kraft líkamans. Ginsenosides sem eru til staðar í ginseng rótum (uppruni frá Kína, Japan og Kóreuskaga) eru öflug andoxunarefni og hlutleysa sindurefni sem hafa slæm áhrif á útlit húðar. Einnig getur hún brotið niður fitufrumur, eins og þær sem valda appelsínuhúð. Ásamt því að endurnæra, endurnýja og auka blóðflæði til húðþekjunnar.

 

Hafþyrnisolía inniheldur efni sem hafa eiginleika til að bæta ásýnd húðarinnar. Þetta einstaka innihaldsefni, á meðal jurtaolía, inniheldur mikið af palmitólínsýru, frumefni sem líkir eftir náttúrulegri fituframleiðslu húðarinnar Efnin hjálpast saman við endurnýjun húðþekjunnar ásamt “vítamínum æskunnar” A, C og E sem slétta úr fínum línum, veita heilbrigðan raka og teygjanleika og jafna húðlit.

 

Jarðarberjafræolía saman með hindberjafræsolíu eru flokkaðar meðal svonefndra lífolía, ríkar af EFA (Essential Fatty Acids) sem færa húðinni raka og auka teygjanleika hennar ásamt því hafa þau sterk andoxunaráhrif og hægja á öldrun húðarinnar. Ellagínsýran í olíunni vinnur gegn sindurefnum. 

Hentar vel fyrir húð sem næm er fyrir umhverfismengun og fyrir þá sem vilja hlutleysa slæm sindurefni til að hægja á öldrunarferli húðarinnar.


Innihaldsefni: Aqua, Citrus Aurantium Dulcis (Orange) Fruit Water, Prunus Armeniaca (Apricot) Kernel Oil, Squalane, Butyrospermum Parkii (Shea) Butter, Mangifera Indica (Mango) Seed Butter, Methyl Glucose Sesquistearate, Persea Gratissima (Avocado) Oil, Glyceryl Stearate, Glycerin, Rubus Idaeus (Raspberry) Seed Oil, Fragaria Ananassa (Strawberry) Seed Oil, Hippophae Rhamnoides Fruit (Seabuckthorn) Oil, Propanediol (and) Pyrus Malus (Apple) Juice (and) Prunus Persica (Peach) Juice (and) Triticum Vulgare (Wheat) Seed Extract (and) Hordeum Vulgare (Barley) Seed Extract (and) Panax Ginseng Root Extract (and) Glyceryl Undecylenate (and) Glyceryl Caprylate, Tocopherol (Vitamin E), Niacinamide, Xanthan Gum, Panthenol, Aloe Barbadensis (Aloe) Leaf Juice, Aniba Rosaeodora (Rosewood) Wood Oil, Dehydroacetic Acid, Benzyl Alcohol*, Potassium Sorbate, Sodium Benzoate, Geraniol*, Linalool*

 

*potential allergens

You may also like

Recently viewed