Hagi

SOJA KERTI WINTER FOREST

Write a review
5.100 kr

Viltu finna fyrir fersku, svölu lofti einmanalegrar vetrargöngu í barrskógi?Slepptu töfrandi lyktinni lausri frá kertinu okkar úr vistvænu sojavaxi og náttúrulegum ilmkjarnaolíum úr greni, furu, rósmarín og greipaldin. Sérvalnar ilmkjarnaolíur endurheimta skýrleika hugans, hvetja þig til aðgerða og losa um mikilvæga krafta. Sojavax brennur við lægra hitastig en paraffín og gefur ekki frá sér eiturefni. Til að kertið endist vel, bræðið allt yfirborð kertisins í hvert skipti sem það er kveikt á því. Klippið kolaða enda kveiksinns fyrir hverja notkun til að forðast sót.

VIÐVÖRUN: Ekki láta kertið vera eftirlitslaust, innan seilingar barna eða dýra, eða nálægt eldfimum efnum. Farðu varlega þar sem kertið getur orðið heitt og valdið bruna.

Brennslutími - um 75 klst

Lyktin af ferskum barrnálum og kamfóru, kallar fram jólaskapið. Þetta fæst ađeins með gufueimingu nála af furu sem ræktaðar eru í Norður -Evrópu. Vinsælt hráefni í hóstasaft og ađrar lyfjablöndur. Í ilmmeðferð er það sérstaklega gagnlegt á flensutímabilinu sem einkennast af hósta og vöðvaverkjum. Það er fullkomið fyrir veitingastaði, þar sem það hefur getu til að hlutleysa eldhúslykt.

Rósmarín laufolía. Lyktin af rósmarín er talin fyrirmyndar jurtilmur. Í ilmmeðferð er hún notuð sem örvandi ástarauki og þunglyndislyf. Það lyftir á áhrifaríkan hátt andlegri og líkamlegri þreytu burt og bætir minni. Öflugt andoxunarefni. Vegna sterkra áhrifa á hugann ætti það ekki að notast fyrir börn. Olía þessi fæst með gufueimingu laufa rósmarínjurtarinnar, sem uppskorin eftir blómgun plöntunnar sem ræktuð er á Spáni, Frakklandi, Miðjarðarhafinu og Japan.

Silver Fir Leaf Oil lyktar af hlýjum skógi og trjákvoðu. Fæst með gufueimingu nála silfurgrensins, tré sem er ættað frá Evrópu, Asíu og Ameríku. Gagnlegt í baráttunni við sýkingar í efri öndunarvegi, tíðahvörf og hiđ ömurlega slén sem hellist yfir sumt fólk í skammdeginu. Hlutleysir óþægilega lykt. Oft notað í rakspíra.

 

100% Vegan

 

Innihaldsefni: Soy wax, fir, pine, rosemary and grapefruit oil.

You may also like

Recently viewed