Porosity eða gleypni er hugtak sem notað er til að skilgreina hversu auðvellt er fyrir ýmis efni að smjúga inn í hárlegginn.

Oftast flokkað í: 

Stundum er talað um millistigið til dæmis miðlungs + porosity. Í því tilfelli væri hægt að nota vörur fyrir bæđi miðlungs og hátt porosity.

Porosity getur minnkað međ góðri umhirðu eða aukist til dæmis međ aflitun. Hár með lágt porosity einkennist af: Oftast glansandi. Heldur illa greiðslu. Leitar fljótt í sama farið. Verður síður flókið. Tekur langan tíma að þorna. Vantar fyllingu. Yfirbugast auðveldlega með röngum snyrtivörum. Verður fljótt fitugt.

Hár með hátt porosity (high porosity)

- verður þurrt eða skemmt við litun

- glansar ekki, þađ er dauft og stamt

- þornar fljótt

- hefur tilhneigingu til að krullast, fær aukiđ rúmmál með raka

- auðvelt er að móta þannig hár krullur og liðir haldast lengi

- er oft með klofna enda sem molna auðveldlega

Hár með meðal porosity (medium porosity hár)
- er algengasta hárgerðin
- hárleggir eru ekki fullkomlega sléttir
- geta verið grófir
- það er ekki alltaf auðvelt að greiða þannig hár, gæti orðið flókið
- gæti haft tilhneigingu til að krullast
- vegna lélegrar umönnunar getur orðiö mikið hárlos
- hefur tilhneigingu til að klofna
- verður fitugt á veturna
Hár með lágt porosity:
- oftast glansandi
- heldur illa greiðslu
- leitar fljótt í sama farið
- verður síður flókið
- tekur langan tíma að þorna
- vantar fyllingu
- yfirbugast auðveldlega með röngum snyrtivörum
- verður fljótt fitugt

 

PEH jafnvægi - jafnvægi á milli próteina, mýkjandi og rakagefandi efna sem næra, endurheimta og gefa hárinu raka.

Prótein - bæði ofgnótt þeirra og skortur hefur neikvæð áhrif á útlit hársins. Best er að nota próteinvörur einu sinni í viku eða á 3-4 þvotta fresti.

Mýkjandi efni - búa til einangrandi lag á yfirborði hársins, sem kemur í veg fyrir of mikið vatnstap innan frá, verndar gegn inngöngu skaðlegra efna utan frá, verndar gegn vélrænum skemmdum, UV geislun og háum hita. Notaðu þau við hvern þvott. Þú getur líka notað mýkjandi hárnæringu eftir að þú hefur skolað hárið með próteini eða rakagefandi hárnæringu til að vernda hárið betur gegn því að missa virku innihaldsefnin sem veitt eru í umhirðu og til að slétta hárið.

Rakagæf efni - verkefni þeirra er að raka hárið. Notist 1-2 sinnum í viku (eða á 2-3 þvotta fresti).