Resibo

Shine Club Smoothing hárnæring

NÝTT
3.200 kr

97,3% efna af náttúrulegum uppruna. 

Shine Club sléttandi hárnæring er fyrir alla sem eiga við hár sem er erfitt að “temja”. Næringin sléttir úr úfnu hári og gerir þér kleift að greiða úr hárinu auðveldlega. Einnig veitir hún raka, næringu og endurbyggir hárið.

 

Avókadó og möndlur fyrir næringu og vöxt.

Avókadóolía inniheldur meðal annars bíótín, B7 vítamín, sem örvar hárvöxt, eykur þykkt hársins og styrkir það. Það verndar og þéttir hvert hár fyrir sig, gerir það teygjanlegt og kemur í veg fyrir klofna enda. Sætmöndluolía inniheldur ómettaðar fitusýrur úr omega-3, omega-6 og omega-9 hópunum, A, E, D og B vítamín, auk steinefna. Kraftur olíunnar djúpnærir hárið, verndar það, kemur í veg fyrir þurrk og óhóflegt magn af “frizz”. 

 

Vörn á hársekkjum 

Shine Club, eins og flestar hársnyrtivörur Resibo, inniheldur HairGrow Mix samsetninguna sem er sérstaklega þróuð fyrir þessa línu. Eitt af innihaldsefnum þess er Amla ávaxtaextrakt, sem verndar hársekkina. En það er ekki allt! Það bætir einnig glans í hárið, kemur í veg fyrir auka olíumyndun, róar ertingu og nærir hár og hársvörð, hefur einnig andoxunareiginleika.

 

Shine like a diamond!

Innihaldsefni hárnæringarinnar hafa verið valin til að veita hárinu heildræna umhirðu. Flest þeirra, þar á meðal efnið tripelargonin, hefur mikil áhrif á úfið hár og eykur teygjanleika hársins. Þökk sé þessara efna glansar hárið með heilbrigðum ljóma. 

 

Fyrir hverja er Shine Club hárnæringin?

Shine Club er hárnæring fyrir alla. Innihaldsefni hennar hafa verið valin fyrir allar gerðir hárs eða hársvarðar, óháð því hve hárið er gróft. Ef þú átt í vandræðum með að temja lokka þína eða vilt meiri glans í hárið mun þessi hárnæring örugglega ekki bregðast þér.

 

Hvernig á að nota Shine Club hárnæringuna?

Næringin er sett á blautt hárið eftir þvott, hægt er að nota greiðu til þess að ná henni jafnt yfir hárið. Til þess að fá meira “volume” skaltu sleppa því að bera hárnæringuna á hárið sem er næst hársverðinum. Skolið með volgu vatni. 


100% vegan 

 

Innihaldsefni: Aqua, Cetearyl Alcohol*, Caprylic/Capric Triglyceride*, Brassicamidopropyl Dimethylamine, Triperalgonin, Glycerin, Butyrospermum Parkii Butter, Mangifera Indica Seed Butter, Prunus Amygdalus Dulcis Oil, Persea Gratissima Oil, Helianthus Annuus Seed Oil*, Citrus Aurantium Amara Flower Extract, Lycium Barbarum Fruit Extract, Porphyra Umbilicalis Extract, Phyllanthus Emblica Fruit Extract, Tocopherol*, Glucose*, Caesalpinia Spinosa Gum, Sorbic Acid, Ascorbic Acid, Cetrimonium Chloride, Lactic Acid, Cetearyl Glucoside*, Sodium Benzoate, Hydroxyethylcellulose, Sodium Phytate*, Citric Acid, Disodium Phosphate, Sodium Phosphate, Potassium Sorbate, Parfum, Citronellol, Geraniol, Hexyl Cinnamal, Limonene, Linalool
* certified ingredientsYou may also like

Recently viewed